Rjúpu greyin hugsa ég þegar ég geng minn göngutúr á morgnana. Þær eru farnar að breyta um lit, eru eins og gjæfar hænur, og sjást auðveldlega í grænu og gulu grasinu. Þetta vilja menn skjóta, fara á hænsnaveiðar upp til fjalla.
Hvað ætli nýji umhverfisráðherrann geri varðandi rjúpnaveiðibannið?
Sá viðtal við hann þarna formann Skotvís í gær í sjónvarpinu,,,vá hann er alveg brjálaður í að drepa fröken og herra rjúpu.
Illugaskotta er með tillögu.
Sko, hvað með að fara bara að rækta rjúpur eins og hænur. Fá svo skotveiðimenn til þess að hlaupa um fjöll, móa og hæðir með allt draslið með sér, byssuna, nestið og hundinn. Siðan þegar þeir eru orðnir þreyttir þá geta þeir skotið á gervirjúpur hér og þar í hlíðum fjallsins. Og svo fara þeir til rjúpanræktunarbóndans og kaupa hjá honum heimaræktaðar rjúpur...sem þeir bera svo stoltir heim til sín.
Það er þvílíkt auðvelt að skjóta rjúpur, því þær eru varla fleygar og eru ekkert mjög styggar.
Ég vona að rjúpan fái áfram að vera friðuð í smá tíma í viðbót. En einhvern vegin held ég og gruna að hinn nýji umhverfisráðherra aflétti banninu. Við skulum sjá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli