Nú er hellt úr fötu, og vindurinn er í fjöri.
Það er ótrúlegt að þakið hafið fokið af Hótelinu í Freysnesi. Þarna hef ég oft komið, þetta er mjög stórt hús. Vá....heyrði í Jóni áðan í útvarpinu sem á hótelið ásamt Önnu Maríu. Þetta er gífurlegt tjón fyrir þau. En samt fyrir öllu að enginn slasaðist. Fyrsta haustveðrið gerir allt vitlaust og pabbi er búin að segja að þetta verði snjóþungur vetur.
Núna er Siggi á Hnappavöllum á fullu að keyra dreka hjálpasveitarinnar Kára í Öræfum. Þetta er brynvarður dreki sem Þýska ríkið gaf hjálparsveitinni fyrir nokkrum árum. Rosa græja, hægt að setja skothelda hlera fyrir rúðurnar og keyra þannig, ásamt því sem hann á að þola það að keyra í rosa veðri eins og gengur núna yfir landið.
Ég og Ragga vitum fátt skemmtilegra en að keyra þennan dreka. Núna er hann að hvessa hér.
Farin að rífa í mig Grímnismál, Prologus og Gylfaginningu. Síðan held ég að ég fari að pakka dótinu mínu hægt saman. Annars verð ég að viðurkenna að ég nenni ekki að fara héðan, hér er gott að vera.
Illugaskotta er að verða leið á flakki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli