Í mínum morgungöngutúr þá gerist ekki margt, nema kindur og hross verða á vegi mínum, æðurinn tekur því rólega úti á sjó og stöku lómur lætur sjá sig. En í morgun þá var allt brjálað í fuglaríkinu. Stór hópur af hröfnum birtist mér, haförn flaug yfir hausnum á mér og hrafn og smyrill voru í loftslag.
Smyrillinn var ekkert á því að gefast upp fyrir krumma,,,svo flugu þeir gargandi eitthvert vestur á bóginn.
Er að hlusta á viðtal í útvarpinu við Rögnvald man ekki hvers son,en hann hefur stundað rannsóknir á ferðaháttum útlendinga og Íslendinga í mörg ár. Þar kom fram það sem ég er búin að sjá í nokkur ár að skipulagsmál hjá ferðaþjónustuaðilum á hálendinu eru í rúst!
Það vantar algjörlega að marka stefnu í skipulagsmálum ferðaþjónustu á hálendinu. T.d hvað á að vera mikil þjónusta á fjöllum? Á að bjóða upp á handþurrkur? Á að vera ruslamóttaka á fjöllum? Eiga ferðaþjónustuaðilar á fjöllum ekki að taka upp umhverfisstefnu og fá hana vottaða?
Má bara byggja alls konar hús á hálendinu og endalaust af þeim? Þarf ekki að láta þau falla inn í umhverfið, bæði hvað varðar form þeirra og lit. Olíutankar eru hér og þar á hálendinu og þeir hafa smitað mikið út frá sér. Á þeim málum þarf að taka.
Bara huxanir og pælingar. Hugurinn læddist inn á hálendið í gær, þegar ég tók þessa bansettu ljóðabók mér í hönd, sem heitir "Fjöllin blá". En hef verið staðsett að mestu leyti í Skálholti með honum Jóni Hreggviðssyni og hans félögum í Íslandsklukkunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli