Á morgun verða forsetakosningar í Bandaríkjunum. Ég held að Bush vinni, því miður, ég er hrædd við Bush. Hann er öfgamaður og allt of mikið til hægri, svo langt að hann á örugglega heimsmet í því að vera hægrisinnaður.
En samkvæmt Brynhildi vinkonu (Binnu) sem býr í New York, þá mun verða borgarastyrjöld innan flokks Bush ef hann vinnur, því að margir hans flokksmenn eru á móti því hve öfgafullur hann er. Hef ekki mikinn áhuga á þessu, en þetta land hefur svo gífurleg völd í heiminum í dag að það skiptir verulegu máli hver er þar við stjórnvöllinn.
Var að hugsa það í morgun hve slæmt er að íslensk stjórnvöld lepji allt upp eftir Bandaríkjunum. T.d. núna er hætta á árás á Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Hugsið út í það ef Davíð og Halldór hefðu bara verið sterkir og stoltir og sagt nei við að styðja innrásina og stríðið í Írak. Þá gæti Ísland titlað sig sem t.d. friðarríki og sjálfstætt ríki,,,finnst við vera leppríki Bandaríkjanna, ekki mikið stollt eða metnaður fyrir Íslandi eða ímynd þess út á við.
Afhverju geta íslensk stjórnvöld ekki verið sjálfstæðari og metnaðargjarnari fyrir hönd Íslands og íslensku þjóðarinnar? Mig grunar að Davíð og Halldór hafi og séu hræddir við Bandaríkin og þeirra þrýstiaðferðir,,,það er fúllt, grautfúlt.
En við skulum brosa, því við erum með friðargæslu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli