fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Urrrrr, verð aðeins að tjá mig um pólitísk mál,,vegna þess að ég hef ekkert skipt mér af þeim lengi hér á mínu bloggi.

Eins og margir vita þá er Framsóknarflokkurinn ekki í uppáhaldsflokkurinn minn,,ég er ekki í neinum flokki en þessi flokkur er ekki í fyrsta sæti..eiginlega hefur mér alltaf fundist þessi flokkur með því besta í því að vera hallærislegur flokkur og afturhaldssamur flokkur.Bara lítið dæmi er t.d. útilokar hann Kristinn H. Gunnarsson því hann var óþægilegur flokknum, svo kom þrýstingur á þá og þá gerast töfrarnir....

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað eftirtalda í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins frá og með 1. nóvember 2004 til næstu alþingiskosninga:

Aðalmenn:
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, formaður,
Margrét S. Einarsdóttir, forstöðumaður, varaformaður,
Karl V. Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður,
Sigríður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður,
Gísli Gunnarsson, sóknarprestur.
Varamenn:
Svala Árnadóttir, skrifstofumaður,
Signý Jóhannesdóttir, form. Verkalýðsfélagsins Vöku,
Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri,
Bryndís Friðgeirsdóttir, kennari,
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri.


Magnaður andskoti...svo já henda þeir Siv út,,hún gerir ekki mikið úr hlutunum til að halda friðinn og til að eiga möguleika seinna meir á pólitískum frama, er orðinn almennur þingmaður..og konur þvílíkt fáar á þessu þingi..og enn þá færri í þessu ráðherrastóði og pælið í því það er komið árið 2004 og það eru bara 3 konur í ríkisstjórn. Ég bara skil þetta ekki, það verð ég að segja.

Á ekki Alþingi Íslendinga að vera þverskurður af Íslensku samfélagi, svo það virki vel út á við sem inn á við fyrir okkur Íslendinga?

Svo er það þetta brask hjá olíufélögunum. Hef engan áhuga á Þórólfi borgarstjóra hann var bara peð í þessu máli. Ég vil fá að sjá tekið fast og verklega á forstjórum þessara félaga sem stóðu að þessum svikum. Hvar eru þessir menn? Afhverju er ekkert talað við þá af fjölmiðlum?
Ganga þeir ósýnilegir í okkar samfélagi og þá undir verndarvæng hvers eða hverra?

Það síður á Illugaskottu. Mörg önnur mál hugsa ég um. Afhverju eru konur með lægri laun en kallar? Afhverju eru svona fáar konur á Alþingi? Afhverju losnaði þessi kall við það að vera dæmdur fyrir að lemja konuna sína? Jú hún reiddi hann til reiði. Vá..nú ég alveg huxi.

Ég held ég tilheyri minnihlutahóp sem heitir KONUR. Það er fáranlegt að segja þetta, en ég er að hugsa þetta eftir allar þessar staðreyndir sem blasa við manni í íslensku samfélagi í dag. Vona að ég sé bara veruleikafyrrt í dag og að þetta sé bara algjört ofsóknarbrjálæði í mér.

Farin að lesa Íslandsklukkuna,,það er næstum því búið að selja Ísland í henni. Hvað var Laxness að hugsa þegar hann læddist inn í huga allra þessarra persóna sem hann skrifaði um?

Engin ummæli: