fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Furðulegt allt saman, vaknaði í nótt, kveikti ljósið og á útvarpinu án þess að muna eftir því. Vaknaði svo aftur og fannst sem sólin væri komin upp, þegar það var enn þá hánótt, og mundi ekkert eftir því að hafa kveikt ljósið. Ég er orðin kolrugluð..gat svo ekki vaknað í morgun fyrr en um 9 sem er afleitt því ég vinn best á morgnana.

Það er verið að sjóða fjóra kindahausa í potti niðri í eldhúsi, sviðin eru nú alltaf ágæt. Kaffi,hrökkbrauð,,kotasæla, gúrka, tómatur. Minn morgunverður,,,en hafragrautur er nú alltaf sígildur og þá með sykri.

Logn, sól, smá frost. Drekk ógnar mikið af kaffi þessa daganna sem er kannski ástæðan fyrir því hvað mér gengur illa að sofna.

Draugur er sybbinn en samt hress.

Engin ummæli: