Strokaði út fyrri færslu, nenni ekki að spá í þessa úreltu stjórnmálaflokka þótt ég geri það innst inn við sálu, bein og taugar.
Svo er veðrið orðið æst í skapi,,hér blæs hann verklega, sjórinn er úfinn og pollarnir fjúka upp í loftið.
Var að skoða Bókatíðindin þar er margt um góðar bækur. Er hálfnuð með ritgerðina, og sagt er að hálfnað verk sé þegar hafið er..þannig að ég er að komast í land.
Hvar eru krummarnir í þessu hvassviðri?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli