laugardagur, nóvember 20, 2004

Mokkasíur, náttbuxur, palestínusjal, lopapeysa og húfa,,hvað getur maður verið smart!

Palestínusjalið mitt er samt ekki alveg eins og það sem Arafat var alltaf með,,en hvað um það. Það er gaddur úti, ég er aumingi, það er eitt sem víst er.

Illugaskottu er boðið ásamt fleirum í svartfuglsveislu klukkan 17:00, því getur draugurinn varla beðið eftir, einn besti matur sem hann kjamsar og smjattar á.

Garry Raven vinur minn í Canödu, er að búa sig undir veturinn. Hann er búinn að taka kanóana upp úr ánni, því nú er víst von á frosti í Canödu, sem er víst allt hér á landi.

Afhverju frjósa lappirnar á andfuglum ekki? Skil ekkert í því.

Engin ummæli: