miðvikudagur, desember 08, 2004

Einn vinur minn skuldar: stöðumælasektir, og einhverjar aðrar sektir. Hann hefur hundsað bréf sem hóta honum lögfræðingi, sem hóta honum að bílinn hann verði tekinn, því hann á ekki bíl. Ekkert gerist þótt hann borgi ekki, þannig að hann ákvað að vinna þetta af sér í samfélagsþjónustu. Sem sagt, hann skuldar 70. þúsund, og þarf að vinna eitthvað í 20 stundir. Ekki slæmt, þannig að brátt byrjar hann að vinna eitthvað. En eitt fylgir, hann má alls ekki fá sér neitt í glas sem inniheldur alkóhól...

"Bakkus sér um sína".

Í gær var gaman, sérstaklega um kvöldið. Í dag verður enn þá skemmtilegra. Ps: Illugaskotta á heitann pott, varð bara að minna mig á það og fleiri.

Jólagjafir, jólakort, jólakökur, jólamatur, jólaöl, jólaköttur, jólasveinar, jólatröll, jólahús, jólasokkar, jólaskraut, jólahundur, jólakona, jólakall, jólakúla.......endalaust hægt að segja jóla eitthvað.

Engin ummæli: