fimmtudagur, desember 09, 2004

Í gær fékk ég tölvupóst frá vini mínum í Canödu, hann sagði mér að Íslendingar hefðu verið í kanadísku fréttunum. Illugaskotta varð spennt að vita fyrir hvað: t.d. Íslendingar gefa skít í stjórnvöld og setja fram að þeir studdu aldrei stríðið í Írak eða Íslendingar eru sagðir vera fyndnasta fólkið og það skemmtilegasta...nei.

Íslendingar voru fréttunum vegna þess að þeir eru með kaupæði! Fréttin snérist um ferðir þeirra til St.Johns og fleiri staða í austur Canödu, sem bjóða upp á alls kyns vörur fyrir jólin. Íslendingarnir eyddu víst fjöllum af peningum þarna. Æj..en ægilega eitthvað bjánaleg frétt. Hömlulaus þjóð að mörgu leyti.

Annað: Ferðaþjónustu uppbygging í stað stjóriðju uppbyggingar? Ekki ný hugmynd, en margir halda það. Stjóriðjan er hins vegar auðfengnari gróði, og þetta gengur allt út á hann, hvort sem það er í peningagróða eða persónulegum frama gróða.

Skjálfandafljót er næsta æð lands og sjávar sem á að stífla. Hvenær drepst þetta land? Illugaskottu er spurn hvort eitthvað annað en stóriðja komist inn undir þykka hauskúpu þeirra sem ráða. Nú hrisstir draugur hausinn...skilingsleysið er algjört. Fyrir fólki, börnum og umhverfinu.

Engin ummæli: