þriðjudagur, desember 07, 2004

Í heitapottinum um daginn var verið að ræða þjóðsögur...þá átti maður að nefna sínar uppáhalds þrjár..Illugaskotta nefndi:
Galdra-Loft
Djáknann á Myrká
Miklabæjar-Sólveigu
.

Ég sturlaðist af hræðslu yfir Galdra-Lofti þegar ég las hana sem krakki, en alltaf vildi ég þó lesa hana aftur, því það var eitthvað spennandi við að vera hrædd.
Djákninn á Myrká var einnig óhugnanleg,,og Miklabæjar-Sólveig virkaði mjög spennandi, sorgleg og óhugnanleg,,.

Illugaskotta er í Reykjavík, ætla til ömmu á eftir..fundurinn gekk vel, allt er á áætlun. Mikið hlakka ég allt í einu til jólanna. Bestu kv Björk

Engin ummæli: