föstudagur, desember 10, 2004

Komin á Hólmavík. Það var fjör á leiðinni norður, fékk með mér farþega, hana Alex. Ekki er draugur vanur að ferðast með einhverjum, en það er gaman. Í Borgarfirðinum rak Illugaskotta augun í einhvað óvenjulegt fyrir utan veg, þá hafði bíl verið að fara út af. Við stoppuðum eins og góðum borgurum sæmir, og drógum bílinn upp á veg.

Það var fjör, og hugsaði ég vel til vinar míns sem hafði eitt sinn gefið mér þennan öndvegis kaðal, snilld! En gaurinn sem hafði runnið svona verklega út af var í algjöru sjokki, Illugaskotta sagði Alex til, en gleymdi að stjórnast líka með bílstjórann, gerði bara ráð fyrir að hann vissi hvað hann ætti að gera. Svo var hnýtt í,,og dregið af stað, þegar draugurinn lýtur aftur fyrir sig, þá er bílinn á leiðinni út af hinum megin.! Vegna þess að gaurinn hafði barasta ekkert verið á þeim buxunum að vera inni í bílnum þegar ég myndi draga hann upp á veginn,,og einnig var bílinn á leiðinni á mig og rauð!!!! En allt fór vel...Alex var hress og líka útafaksturs gaurinn.

Núna erum við að taka upp úr matarkössum og bókarpokum,,,Illugaskotta hyggur mjög bráðlega á Blönduós jólafrí.

Engin ummæli: