laugardagur, febrúar 19, 2005

Illugaskotta er búin að fá nóg, hún er hætt að skrifa ritgerð, enda má það allt fara til fjandans og lengra en til helvítis ef það er til. Það er komið nóg, þetta er aldrei nógu gott hjá mér, of mikið eða of lítið, þarf að skerpa, stytta og bæta við einum kafla. Nei, nú laga ég það sem þarf, svo er ég farin til Canödu 3. mars. Tek lufsuna með mér þangað, vinn eitthvað í henni þar, en sem minnst TAKK!

Það er ekki um neitt annað að ræða, ef ég fer ekki út þá lendi ég í húsinu með rauða þakið sem er staðsett við sundin blá hér í Reykjavík.

Ég held ég útskrifist aldrei og ætla bara að hafa það þannig, að hitt gerist er svo fjarlægt mínum litla og illa starfandi heila að hann heilinn nær ekki og vil ekki spá í það lengur.

Ég hitti ekki neinn, ég hugsa allan daginn um ritgerð, ég geri ekki neitt, ég geri allan daginn ritgerð, ég hugsa ekki um neitt skemmtilegt, ég hugsa allan daginn um hvað akademónum finnist um þetta eða hitt, hvort þetta sé ekki flott, hvort þetta sé nóg, nei það þarf meira, nei það þarf að henda því út, nei þetta er undarlegt að ég hafi skrifað þetta, ekkert flæði...djöfullegt í alla staði að vera svona heimsk,,,,

ég er FÁVITI OG ÞETTA ER LÉLEGASTA RITGERÐ Í HEIMINUM!!!!!!!!!!!! Svona líður Illugaskottu, svo hef ég unnið illa með texta en lagaði það allt í gærkveldi í stress og pirrkasti. Þegar Illugaskotta vaknaði í morgun, vildi hún ekki tala, aldrei að tala meir. Fór í göngutúr og þá komst ég í gang að sjá sjó og fugla, þeir skipta máli. Ekki ritgerð, hún er fífl.

Dreif mig svo í bíltúr austur á Hvolsvöll, það var gaman enda eru sveitir bestar.

Engin ummæli: