sunnudagur, febrúar 13, 2005

Núna kraumar hryggurinn í ofninum,,,umm...Illugaskotta er búin að vera frekar fjörug í eldhúsinu, bakaði í gær tvær eplakökur og já bjó til undanrennu og rjóma í skilvindu, og ætla að búa til smjör í dag, ásamt því að logsjóða og rafsjóða. Þetta eru hlutir sem allir þjóðfræðingar ættu að kunna. Rjóminn er með þeim þykkari sem ég hef séð, eiginlega er hægt að moka honum upp með skeið..hvernig mun hann lýta út á rjómatertu? Gríðarlega flott og sniðugt allt saman.

Skellti mér einnig á rúntinum með Hnappavallabóndanum á Willys árgerð 1965 í gær, það er sniðugur bíll.

Jæja verð að fara að setja kartöflur í pott og svo gera eitthvað skemmtilegt eftir átið á sunnudagssteikinni.

Engin ummæli: