mánudagur, febrúar 14, 2005

Nú er dvöl Illugaskottu á Hnappavöllum senn á enda, það er búið að vera endurnærandi fyrir orkulausan og draugfúlann draug að staldra hér við í nokkra daga. Smjörgerðin í gær tókst vel og mikið er það sniðugt að geta búið til sitt eigið smjör og rjóma. Næst þegar ég kem verður búið til skyr, hundrað gerðir af því!

Við skruppum í heimsókn í gær að Kvískerjum, þar er ætíð gaman og fræðandi að koma. Sigurður og Helgi voru heima, en Hálfdán hafði brugðið sér suður á Suðurnesin til að skoða fugla. Þeir sögðu okkur t.d. frá fjárborg sem þeir hefðu rekist á fyrir um það bil fjórum árum, sem er öll niðurgrafin og ævaforn, rætt var um Skeiðarárhlaup á 19. og 20. öld, og margt fleira sem tengist náttúrunni og sögu á einn eða annan hátt. Síðan var haldið heim á leið.

Í dag er víst Valentíusardagur, hver var þessi Valentíus?

Takk fyrir mig Siggi á Hnappavöllum, þetta var snilld.

Engin ummæli: