þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Seinustu nóttina mína á Hnappavöllum, áttu sér stað undur og stórmerki. Illugaskotta var viss um að Þorgeirsboli sjálfur væri sloppinn út og farin að elta hana, vegna furðulegs fnæs og dæs við gluggann hennar einhvern tíma um miðja nótt. Hún ákvað að þetta væri rugl og datt aftur inn í draumaheiminn. En hins vegar þegar Hnappavallabóndinn var að teygja sig og sína skanka um morguninn og horfa yfir sveitina sína fögru úr aðaldyrunum, þá rekur hann augun í tuddana sína sem höfðu víst brotist út úr fjósinu um nóttina. Þeir dönsuðu kátir um brekkur og grundir, en fengu fljótt að fara á sinn stað.

Nú hendist Illugaskotta upp um bókahillur og rekka í Þjóðarbókhlöðunni, í leit að alls kyns þjóðsagnaverum sem hinir ýmsu listamenn hafa fangað á pappír. Þessar verur eiga að fylgja mér til Canödu, svo hægt sé að sýna þær ungum jafnt sem öldnum þar á bæ. Ég er að setja þær á glærur.

Fór í morgunkaffi á Kaffi eitthvað, rakst þar á Skúla Gauta, það var gaman, ásamt því að hitta fleira gott fólk. Margt liggur fyrir í dag, þessi geralisti er eins og gormur sem lengist og styttist eftir því hve mikið hangir í honum.

Það er best að vera í sveit. Bestu kveðjur frá Illugaskottu.

Engin ummæli: