föstudagur, maí 06, 2005

Föstudagur til fjárans,,fjársins, fjár, mjár og skjár. Stundum tala ég bara með orðum sem ríma, í rími. Hef ekki enn þá séð kríuna, fer af og til smá út fyrir bæinn til að heyra vorsöngva og finna lyktina af vorinu sem er alltaf ógnar góð. Allur gróður að vakna og jarðvegur að afþýðast.

Ég er núna hjá Svavari hann er að lesa yfir náttúrusýnar kaflann minn. Gott að fá gagnrýni frá honum. Náði í kápu fyrir ritgerðina á Félagsvísindadeild áðan, og allt er þetta hægt og rólega að smella saman. Mun láta prenta 5 eintök. Þessi rigerðarsmíð hefur verið rosaleg reynsla, eiginlega einskonar eldskírn. Lærdómsrík eldsskírn.

Mig langar óendanlega mikið að sjá vinkonur mínar í Danmörku, Fríðu og Eydísi, börnin þeirra. Spjalla við þær og hafa gaman. Bráðum, einhvern tíma. Illugaskotta er kát og hlakka mikið til sumarsins. Ég byrja að vinna 16. maí á Galdrasýningunni. Þá verð ég flutt á Strandir.

Engin ummæli: