fimmtudagur, maí 05, 2005

Þótt ég væri hvalur þá væri ég ekki búin að drekka meira vatn, Illugaskotta er alltaf þyrst. Held að heilastarfsemin geri þetta allt saman, hann er loksins farin að virka heilinn.

Fyrir tveim dögum breytist Illugaskotta í frökin Þus. Illugaskotta fór á Þjóðarbókhlöðuna og þusaði og þusaði um að hún skuldaði sko ekki neina bók, og hún draugurinn sjálf myndi og hefði aldrei týnt bók á sinni löngu ævi. En í tölvan sagði það að Illugaskotta lægi á tveimur bókum eins og ormur á gulli. Nei, það er ekki rétt þusaði Illugaskotta, glætan og hefði aldrei gerst. Endaði með því að draugurinn sveimaði af stað með bókasafnsverði og viti menn, dýr, skrímsli og draugar. Illugaskotta fann aðra bókina, hún var þarna inni á bókasafninu...en hin bókin fannst ekki. Bókin var straujuð inn á meðan draugurinn stóð þarna sigri hrósandi, og fékk framlengingu á hina bókina! Það var nú ekki eitthvað sem Illugaskotta vildi, þannig að hún þarf að vera Fröken Þus aftur á morgun.

En hvað tölvur og önnur tækni getur verið pirrandi þegar eitthvað svona gerist. Meira mark tekið á vél en draug! Ekki gott.

Var að týna fífla hausa og blöð, einnig kerfil það er lakkgríslykt af honum. Er byrjuð aftur að spá í jurtir og lækningarmátt þeirra. Fífillinn og hvönnin er miklar lækningajurtir, sem vaxa gjörsamlega alls staðar. Er einnig að vinna í ritgerðinni, allt gengur vel, hægt og bítandi.

Engin ummæli: