mánudagur, maí 02, 2005

Kuldaboli var duglegur í nótt að dreifa hvítu efni yfir Bláfjöllin og hana Esju gömlu. Illugaskotta fór snemma í sund, síðan í blóðprufu verð að vita ástandið í blóðfitunni, ætla alls ekki að láta hana koma aftan að mér, skal vera fyrri til að drepa hana. Prentaði út fröken ritgerð 135 síður án mynda, búin að lesa minn hluta. Kolla vinkona er að lesa yfir 40 síður, varðandi stafsetningu. Á morgun hitta Gísla og Þorra smá fundur varðandi útfærslu á praktíska hlutanum,síðan set ég inn myndir og myndaskrá, með dyggri hjálp frá henni Röggu vinkonu og tölvusnillingi.

Síðan klára að lesa yfir á miðvikudaginn. Fínpússa og setja sem fyrst í prentun.

Ég get varla sleppt hendinni af þessu barni. Er það tilbúið að fara út í hinn stóra heim? Án mín? Án þess að ég sé að segja því til og halda verndarhendi yfir því? Þór og Óðinn ég veit það ekki....!!! Best að anda rólega og sleppa þessu barni brátt út í hinn stóra heim.

Mark vinur minn hringdi áðan, frá Skotlandi. Hann fer til Eistlands eftir nokkra daga, til Tallin. Það hljóta að vera áhugaverð lönd: Eistland, Lettland og Litháen.

Engin ummæli: