miðvikudagur, maí 04, 2005

Miðvikudagur. Framsóknarflokkurinn og Jónas frá Hriflu. Þarna á milli er órjúfanlegur þráður, sterkari en orð fá lýst. Aðdáun framsóknarmanna á Jónasi er ósvikin, enda stofnaði hann flokkinn. Hins vegar er Illugaskottu spurn hvort að aðdáun Jónasar væri jafnmikil á flokknum ef Jónas væri á lífi? Jónas var mikill aðdáandi allrar sveitarmenningar hvaða nafni sem hægt var hana að nefna. Ekki sé ég mikinn stuðning frá Framsóknarflokknum við það að styðja við landsbyggðina og framfarir þar á bæ. Hins vegar slefa þeir ef minnst er á Jónas.

Illugaskotta er engin aðdáandi Framsóknarflokksins eða Jónasar, áhugaverðir punktar hér og þar, en nei. Jónas valdi t.d. hvað væri úrkynjuð list og hvað ekki. Hvað er það? Hvernig er hægt að segja að eitt sé fallegt og annað ljótt? Smekkur, gildi og val fólks er mismunandi.

Vinir mínir sumir hafa sagt að Jónas frá Hriflu hafi verið fasisti. Illugaskotta hefur ekki skoðun á því máli. Einnig segja margir þeirra að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu fasistaflokkar, sem troði sínum skoðunum upp á fólk og komi sínum markmiðum í gegnum þingið, sama hvað tautar og raular.

Jamm og já...eitt er hins vegar öruggt. Að það er engum hollt að stjórna of lengi, svo er einnig með ríksstjórnina okkar. Hún er þreytt, stíf og komin með verklega vöðvabólgu. Hún þarf að fara frá völdum. Það er komin tími á nýjar hugmyndir, hugsjónir og baráttumál. Jæja ég er farin upp á himininn með norrænu goðsögunum,,,

Engin ummæli: