fimmtudagur, september 30, 2004

Einhverjir fjórir aðilar hafa á seinustu dögum googeld mig,,,sem sagt leitað að Illugaskottu bloggara á netinu.

Hverjir eru þetta? Skrítið,,,,,jamm,,en Halldór er ekki búin að svara mér.

Dagurinn gekk vel. Kláraði að gera efnisyfirlitið, gerði formálann, fór á opnun bókmenntahátíðarinnar" Galdur úti í mýri" það var gaman..er í Norræna húsinu þessa helgina.

Ritgerðin mín sem ég er að bisast við að skrifa til MA prófs í umhverfisfræðum er um "Heimsmynd norrænna manna og hvernig það er hægt að nota þessa fornu vitneskju til umhverfisfræðslu fyrir börn" , en þette er ekki titilinn,,,er ekki komin með vinnu nafn á skrímslið mitt.

T.d þá erum við núna inni í hausnum á Ými, askur Yggdrasils heldur heimunum þremur saman, Sól og Máni systkin ríða um himininn,,,,og döggin kemur frá mélum Hrímfaxa sem er hestur Nætur...bara smá punktar um það sem ég er að skrifa um.

Og á morgun fer ég og finn restina af heimildunum á Þjóðarbókhlöðunni. Úffff,,,ég stressast upp með hálftíma fresti yfir því að ég nái aldrei að klára þetta, en svo róa ég mig með því að segja við sjálfa mig að ég sé sérfræðingurinn í þessu...Draugar eru merkilegar skepnur.

Engin ummæli: