Seinasti dagur septembersmánaðar er í dag. Fór með Laufeyju í leikskólann fyrir Valdísi í morgun, og afrekaði það að gleyma símanum heima hjá þeim. Enda er ég ekki vöknuð enn. Fæ ekki símann í mínar hendur fyrr en um 18:00 í dag, sem er ágætt.
Fór í Bílanaust, keyrði fram hjá Ríkissáttasemjara, þar var allt fullt af kennurum í verkfalli. Greyið þeir, endalaust fúlt.
Lýðræðið er lygi og tjáningarfrelsið er farið í íslensku samfélagi í dag.
Gaman væri að fá skilgreiningu á þessum hugtökum frá þeim flokkum sem eru inni á Alþingi, og bera saman svör þeirra.
Illugaskotta ætlar að byrja að spyrja Halldór Ásgrímsson.
"Hérna Halldór, gætir þú aðeins hresst upp á minnið hjá mér og útkskýrt fyrir mér hvað lýðræði og tjáningarfrelsi er, ég er nefnilega orðin alveg rugluð vegna mismunandi túlkanna í samfélaginu í dag".
Þið mættuð segja eitthvað um þetta sem eruð að lesa þetta blogg.
Annað að sjá hann þarna fjármálaráðherra Geir, í Kastljósi í gær, hann var svo ekki að svara á sannfærandi hátt afhverju hann valdi JS sem hæstaréttardómara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli