Fréttin í gær á RÚV, sjónvarpinu af brunanum, gekk út á grín þessa Gísla fréttamans, sem kemur frá Akureyri.
Virðingarleysi og kjánalegt grín einkenndi þessa frétt hans. Kallinn tók úr brunarústunum leyfar af Vilkó súpu umbúðum og sagði:"Það má segja að súpan hafi brunnið við".
Kjána kall, segir Illugaskotta.
Þegar svona slæmir atburðir eiga sér stað í litlum bæjum úti á landi þá eiga fréttamenn að gæta sín, og vanda orðaval. Það virðist hafa gleymst hjá honum Gísla.
Rigning úti, lífið heldur áfram, ekkert fær stoppað tímann...það er merkilegt,,,en þetta ár hefur liðið hratt,,,,,hraðasta ár lífs míns.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli