þriðjudagur, september 28, 2004

Votmúli brann! Stærsta húsið á Blönduós. Vilkó súpur brunnu einnig, 20 manns búnir að missa vinnuna. Þetta er slæmt. Vona að hægt sé að koma þessum málum í lag þarna heima.

Er að fara að troða í mig morgunmat, Bjarni bró og Hugrún eru að fara að ná í mig. Jarðarför kl 1330.

Er að lesa Íslandsklukkuna, með fyndnari bókum sem ég hef verið að lesa. Jón Hreggviðsson er minn maður.

Bið ykkur um að kíkja á vefinn bokmenntir.is en þar er dagskrá sem mun fara af stað í Norræna húsinu sem er tengd galdri.




Engin ummæli: