Fannst og finnst áhugavert að Umhverfisráðuneytið og aðilar sem koma að ferðaþjónustu á hálendinu séu að fara að beita sér að auknum krafti gegn utanvegarakstri. Gott og blessað og allt það kjaftæði! En, ég segi bara en,, því ég hef lítið tjáð mig um hina all hötuðu Kárahnjúkavirkjun, en hvað með spjöllin sem þar eru unnin? Allan utanvegar aksturinn sem þar á sér stað? Þetta er í lagi því þetta er framkvæmdarsvæði, öðru nafni aftökustaður Kárahnjúkasvæðisins.
Þá eru nokkur utanvegaraksturs hjólför ekki neitt miðað við það. Eins og Andri Snær rithöfundur benti á. Það er verið að skemma heilu hauganna af náttúrudóti sem ætti að vera fyrir komandi kynslóðir. En nei þetta er bara svona, best að koma í veg fyrir utanvegarakstur þá erum við alla veganna að gera eitthvað gott fyrir landið okkar. Jamm,,og hux...Illugaskotta verður alveg snarbrjáluð þegar hún hugsar um Kárahnjúkarvirkjun. Þetta eru mestu mistök sem hafa verið gerð.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi menntamálaráðherra, sagði árið 2001 sem Siv heimilaði virkjunnar skömmina, að Sivjar yrði minnst sem konunnar sem hafði bjargað efnahag íslensku þjóðarinnar!
Það verður aldrei spáir Illugaskotta.
Siv er umhverfisráðherra í nokkra daga í viðbót, svo sest hún inn á Alþingi sem óbreyttur þingmaður. Hvað fékk hún fyrir að heimila Kárahnjúkavirkjun?
Virðingu og stuðning flokksins síns? Ekki held ég það.
Sivjar verður minnst sem umhverfisráðherrans sem heimilaði stærsta hernaðinn gegn landinu okkar, umhverfisráðherrann sem hefur komið í veg fyrir að börnin okkar fái að sjá þetta svæði í sinni upprunanlegu mynd, hennar verður minnst sem umhverfisráðherrans sem réttlæti þennan hernað gegn landinu.
Hvað hefði gerst ef hún hefði sagt nei við Kárahnjúkavirkjun?
Eiga umhverfisráðherrar ekki að vinna fyrir umhverfið?
Kynslóðir koma og fara, stjórnmálamenn koma og fara. Allt fer einhvern vegin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli