fimmtudagur, september 09, 2004

Illugaskotta sefur frekar lítið þessar næturnar, einhvern veginn er hugurinn á flugi út um allar trissur, fjöll, dali, og ár.

Svo þegar klukkan er að nálgast það að verða 16:30 þá fer draugurinn að horfa á rúmið sitt löngunar augum. Bara smá lúr, já bara smá segir draugurinn við sjálfan sig. Nei það gengur ekki, ég ætla að vera búin að lesa þessar bækur, ljósrit og fleira fyrir 23. september. Annað sem hefur komið í ljós, það eru til svo margar fræðigreinar um mitt mál sem ég er að rekast á í heimildarskrám þessarra fræði kalla og kellinga að stundum sýður á mér. Það er ekki hægt að lesa allt, sem er alveg satt.

En draugurinn hefur ákveðið að vera ekki að stressast eða flýta sér, bara einn bagga í einu og svo verður þetta búið.

Hef dottið í einhvern matarpakka! Bakaði fjallagrasabrauð í gær, tvö stykki. Og í kvöld ætla ég að búa til baunasúpu, án saltkjöts! Nota beikon, gulrætur, rófur, lauk og kartöflur. Þetta verður öndvegis baunasúpa. Langar að gera spænskan mat á morgun. Hlakka til að synda á eftir.


Engin ummæli: