Að horfa á myndir í sjónvarpsfréttum af morðum, slysum, svindlum, rifrildum, valdagræðgi, nauðgunum, misþyrmingum og fleiru neikvæðu er það sem sett er í fréttir. Það eru svo sjaldan jákvæðar og skemtilegar fréttir, ef þær eru þá eru þær hafðar í enda fréttatíma, eins og stef eða eitthvað.
Þessar neikvæðu fréttir hafa hægt og bítandi slæm áhrif á þjóðarsálina sem býr víst í Þjóðmenningarhúsinu ef maður á að muna orð Davíðs Oddssonar þegar hann opnaði það snobb hús!
Ég var að horfa á myndir í seinni kvöldfréttum frá gíslatökunni í Rússlandi. Greyið fólkið, þetta hefur verið hræðilegt. Fast þarna inni með sprengjur út um allt, vopnaða og grímuklædda menn yfir sér. Svo sá ég myndir í dönsku vefblaði, það var annar viðbjóður.
Illugaskotta er að spá í að stofna nýjann fréttatíma. Tími jákvæðra frétta, þar verður sagt frá hinu og þessu jákvæða í lífi Íslendinga og hvað sé að gerast hér og þar í dýralífinu hér á landi.
Nú kallar sjónvarpið, minn stjórnandi á kvöldin, breskur glæpaþáttur. Hann lætur Illugaskotta ekki fram hjá sér fara,,kaldhæðnislegt...morð, neikvætt, spenna, áhugavert,,,,úr verður sjónvarpsþáttur...hummm þetta er eitt alsherjar samsæri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli