miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Enn þá nýrri fréttir. Ég sjálf er með flensu, sem er leiðinlegt, andstyggilegt og óþolandi. Hélt fyrst að þetta væri letin að segja til sín og einhver þreyta, en nei. Fór samt út áðan með Ásdísi að ná í nýju lopapeysuna mína sem er jólagjöfin til sjálfrar mín. Hún er æði, rennd með svona rennilás sem er hringur í, svo er hún með hettu, og er svört, grá og hvít. Munstrið er úr gömlu pjónablaði sem er frá um 1960.

Þetta var nú það besta við þennan ömurlega dag.

Gamlar fréttir. Illugaskotta er með kvef og kverkaskít, má ekki fara út eða í sund. Sem er leiðinlegt, en án þessa banns þá batnar mér ekki.

Hef séð að það eru oft fundir á vegum Náttúruvaktarinnar, varðandi hin ýmsu mál sem viðkoma upplýsingum til almennings, náttúruvernd, umhverfisrétti, umhverfissiðfræði og áfram. Þetta er gott framtak hjá þeim.

Gaf krummunum fransktbrauð og fisk í gær úti á steini fyrir utan heima.Ætla líka að gefa þeim í dag.

Engin ummæli: