þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Það er frábær dagur í dag! Ekki skemmir veðrið fyrir þessu öllu saman, snjór, logn og sól. Ég vorkenni kennurum.

Fríða vinkona sem er kennari í Danmörku var farin að hugsa um að flytja heim eftir 6 ára dvöld þarna, en er mjög líklega hætt við. Vegna þessarar kennaradeilu og þeirra stöðu sem kennarar eru komnir í. Lýðurinn fær engu um neitt ráðið, þótt það sé svokallað lýðræði hér á landi, merkilegt.

Bræddi úr heilanum í gær,,datt inn í 67 síður,,,og er ekki búin. En allt á leiðinni.

Ég bið vini mína og fjölskyldu afsökunar á því hvað ég læt lítið heyra í mér og hef lítið sem ekkert samband. Ég er að skrifa ritgerð, þótt það virðist ekki mikið, þá er það heil mikið mál fyrir drauginn mig.

Engin ummæli: