föstudagur, nóvember 19, 2004

Sól, logn, frost,,,frábært veður,má ekki fara út er aðeins að hressast.

Sem þýðir að ég get farið að skrifa aftur. Fyrsti kaffibolli dagsins er við hliðina á mér. Illugaskotta drakk 1 líter ef mjólk í gær. Það er eitthvað sem draugurinn drekkur eiginlega aldrei, það er mjólk, nema út í kaffi. Margt furðulegt á sér stað og svo át draugurinn hálfa marmaraköku, og hann étur aldrei kökur,,eða mjög sjaldan.

úFFF, hvað mig langar út að hreyfa mig. Þarna úti stendur hann rauður gamli, bílinn minn. Ég hygg á að selja hann, minnka við mig. Hann hefur reynst vel, en margt hefur breyst síðan ég keypti hann. Fréttir og alls kyns dagskrárliðir rásar 1 hafa lekið í gegnum hausinn á mér seinustu tvo daga. Mikið óskaplega er þátturinn "Hlaupanótan" viðbjóðslega leiðinlegur þáttur. Myndi kjósa hann sem leiðinlegasta þátt allra tíma.

Mikið flókið líf. Nú hefjast hin góðu verk vonandi á ný.

Engin ummæli: