mánudagur, nóvember 15, 2004

Fornir textar gera mig stressaða, afbyggja mig inn í stress. Veit ekki einu sinni hvað ég er að segja þegar ég segi "afbyggja". Er að tala við Carrie-Ann vinkonu mína sem býr í Manitoba. Hún vakir allar nætur, þegar klukkan er 9 á morgnana hjá okkur þá er hún 3 um nótt í Manitoba.

Manju Indverji,,er víst farin að éta kjöt, hann sem var sífellt að segja mér að gerast grænmetisæta.

Það er 28 stiga hiti í Indlandi þar sem hann er núna. Það snjóar ekki í Manitoba eða frystir sem er mjög óvenjulegt.

Hugur minn flýgur á milli landa, eins og allra landa fjandi. Þetta sagði amma heitin á Blönduósi oft við mig, þegar ég var að koma til hennar í heimsókn:
"Er nú allra landa fjandinn komin?". ,,,,Góður dagur til góðra verka er hafin.

Engin ummæli: