þriðjudagur, júlí 26, 2011

Húsráð dagsins er:

Gott er að þrífa borð, vaska, klósett, eldavélar og flest önnur eldhústæki með umhverfisvænum og heimagerðum legi sem er úr matarsóda og ediki. Setjið matarsóda á óhreinindin, dreifið ediki yfir og allt fer að freyða..og þá byrjar gamanið við að skrúbba og taka skítinn í burtu. Allt þetta fer svo út í lögnina og hefur ekki nokkur skaðleg áhrif á umhverfið. Þarft aldrei að kaupa framar eitraðann, sterk lyktandi eða fokdýrann umhverfis hreinsilög ef þú tekur upp á að nota þessa aðferð.

Í jákvæðum fréttum er þetta helst:

Það rignir og gróðurinn tekur við sér, sérstaklega bláberin og krækiberin,,,og auðvitað grasið. Ég hlakka svo til að geta farið að tína ber, þá ætla ég að þurrka þau, líka frysta, búa til saft og baka hrikalega góðar bláberja múffur. Það er gaman að klífa brekkurnar og rekast á bláar eða svartar þúfur.

Það heyrist oft í himbrima úti á firðinum, hann heitir Gavia immer á latínu og mér þykir hann óvenju fagur og tignarlegur fugl.

Syngur himbriminn, kvakar eða æpir hann? Hef aldrei vitað hvað það heitir þegar hann gefur frá sér sín ógnar fögru hljóð. Salatið mitt vex svo vel núna að það er hægt að fara að borða það út á hrökkbrauðið á morgnanna og með matnum á kvöldin.

Já það er margt sem er hægt að hoppa hæð sína í loft upp yfir í dag sem og aðra daga.




mánudagur, júlí 25, 2011

Urgh...er stirð í gírinn að skrifa.

Í fréttum er þetta helst:

"Fréttir eru slæmar fyrir okkur og þess vegna hef ég ákveðið að forðast þær alfarið. Að upplifa hörmungar daginn út og daginn inn veldur mér sárum sting í hjartanu og oft í maganum líka. Ég get engu breytt með því að upplifa hrylling endalaust".

Sem sagt að anda inn og út, hugsa jákvætt, njóta þess sem fagurt er og lifa í sátt og samlyndi við náttúruna gefur góða tilfinningu í hjartað og lætur hugann komast í ró.

Í kvöld verður steikt ýsa í matinn, villt hrísgjón, sætar kartöflur og salat úr garðinum.






mánudagur, desember 06, 2010

Hef uppgötvað nýja aðferð til háreyðingar í nefi:"Stinga hausnum yfir pott sem í er sjóðandi rauðvínsedik og anda inn". Búkonur leggja margt á sig í matargerðinni, og eitt er að búa til rabbabarachutney.

Húsið er edikað og svo er búkonan.

En andinn er kátur þótt það svíði í nefið.


föstudagur, desember 03, 2010

Blogg krefst athygli, ég er með athyglisbrest. Stend mig alls ekki í stykkinu.

Illugaskotta hefur verið kölluð búkona af nokkrum. Ætla að búkonast um helgina: búa til jólagjafir sem bara er hægt að borða og endurbræða geitamjólkur súkkulaðisápuna mína.

Sú bansetta sápa mistókst hrapalega í sumar og í hana komu alls kyns útfellingar, þá er eina ráðið að rífa hvert sápustykki niður í rifjárninu með höndum. Síðan skella í pott með smá af vatni, endurbræða á mjög lágum hita og hella aftur í form. Vona síðan að allt virki vel og hægt sé að baða sig upp úr súkkulaðigeitarmjólkursápu....langt orð.

Þetta hef ég aldrei gert áður, eins og svo margt annað sem ég tek mér fyrir hendur.

Góða helgi...ps ég heyrði fyrst sagt "góða helgi", þegar ég var við nám við Menntaskólann við Sund í Reykjavík, þetta var árið 1990, þegar ég var í fyrsta bekk. Ég utan af landi stelpa hafði bara aldrei heyrt þetta sagt áður, heima fyrir norðan voru bara dagar og þeir voru allir jafn skemmtilegir.

Smá rykkorn fyrir helgarpælinguna ykkar.




föstudagur, nóvember 19, 2010

Illugaskotta er með áhyggjur af ræktun á erfðabreyttu byggi og hvað eina sem er erfðarbreytt. Vildi óska að Ísland yrði yfirlýst lífrænt vottað land og án erfðabreyttra matvæla og fræja

Varúðarreglan ætti að gilda um þessi mál sem þýðir að það ætti alls ekki að taka inn ræktun á erfðabreyttum fræjum eða flytja inn erfðabreytt matvæli. Vitum við nokkuð hvað við erum að borða? Eru ekki vínber án steina erfðabreytt matvæli?

Það er ekki búið að rannsaka þessi matvæli nóg, og engin veit hvaða áhrif þau hafa á manneskjur, dýr eða náttúruna. Þeir sem eru fylgjandi ræktun með erfðabreyttum fræjum segja að það stafi engin hætta af erfðabreyttu fræjum eða matvælum. Dæmi hver fyrir sig en náttúran er sú sem okkur ber að vernda og lifa í sátt og samlyndi við. Þegar erfðabreytt fræ blandast inn í óerfðabreytt fræ þá er komið fram eitthvað afbryggði sem ekki er búið að rannsaka og ekkert er vitað um áhrifa þess afbrygðis á náttúruna. Einnig gæti hið óerfðabreytta fræ horfið af sjónarsviðinu og hvaða áhrif myndi það hafa?

Þetta er hættulegur leikur.

Fyrir þá sem ekkert skilja í þessu orði: erfðabreytt, þá þýðir það sem sagt að vísindamenn eru búnir að krukka í DNA erfðaefni, taka t.d. út erfðaefni sem lætur steina vaxa í vínberjum og setja eitthvað annað erfðaefni í staðinn úr einhverjum öðrum ávexti sem lætur viðkomandi afurð t.d. vaxa ógnar hratt þannig að hægt er t.d. að hafa 4 sinnum á ári uppskeru sem áður var t.d. bara einu sinni á ári. Allt snýst þetta um skjótan gróða, hagvöxtinn ógurlega og á kostnað hvers?

Kosntaðurinn lendir á heilsu okkar og heilsu jarðarinnar.

Ég tók þessa skilgreiningu á varúðarreglunni af vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is

Varúðarnálgunin

Í niðurstöðum Ríó-ráðstefnunarinnar var viðurkennt það sjónarmið að náttúran skuli að jafnaði njóta vafans. Þetta er hin svokallaðavarúðarnálgun (precautionary approach) sem er að finna í Ríóyfirlýsingunni um umhverfi og þróun. Þessi nálgun er sett fram í 15. grein með eftirfarandi hætti: Í því skyni að vernda umhverfið skulu ríki í ríkum mæli beita varúðarreglunni eftir því sem þau hafa getu til. Skorti á vísindalegri fullvissu, þar sem hætta er á alvarlegu eða óbætanlegu tjóni, skal ekki beitt sem rökum til þess að fresta kostnaðarhagkvæmum aðgerðum sem koma í veg fyrir umhverfisspjöll. Varúðarreglan hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms sem meginregla í alþjóðlegum umhverfisrétti. Hún var fyrst sett fram árið 1987 í Lundúnaryfirlýsingunni sem kom í kjölfar aþjóðlegrar ráðstefnu um verndun Norðursjávar og er nú einn af hornsteinum umhverfisréttarins. Varúðarreglan á við þegar fyrir liggur, að framkvæmd muni líklega valda alvarlegu eða óbætanlegu umhverfistjóni, en ekki er hægt að sanna það vísindalega. Þá ber að beita þeim aðgerðum sem nauðsynlegar teljast til þess að koma í veg fyrir slíkt tjón og óheimilt er að bera fyrir sig skort á vísindalegri fullvissu um að tjón sé yfirvofandi.


mánudagur, nóvember 08, 2010

Illugaskotta telur Jón Gnarr vera ferskan andblæ inn í kolryðgaða íslenska pólitík, hann vill breyta stjórnmálunum.

Er að skoða hvernig er hægt að búa til hreinsilegi fyrir eldhús, baðherbergi, spegla og gler úr ediki, vatni, matarsóda, ilmkjarnaolíum, og jurtasápu.

Það er hægt að spara peninga um leið og þú ert að taka þátt í því að vera umhverfisvæn manneskja. Það eru til hundruðir ef ekki þúsundir tegunda af hreinsilögum, þeir eru í öllum litum og innihalda efnasambönd sem eru ekki holl okkur eða umhverfinu. Ég man eftir því þegar ég var barn hvað ég kvaldist þegar ég þurfti að ganga með fram rekkanum sem innihélt þvottaefnin, ég gat varla andað og varð illt í nefinu.

Það er hins vegar mjög dýrt að kaupa umhverfisvæna hreinsilegi og þess vegna er kostur tvö að búa þá til heima. Það á ekki að vera á fárra færi að vera umhverfisvænir heldur allra.

Uppskrift af umhverfisvænum og ódýrum uppþvottarlegi:

500 gr af Jurtasápu, fæst í Jurtaapóteki Kolbrúnar grasalæknis, Laugavegi 2
20 dropar af þinni uppáhalds ilmkjarnaolíu, þær fást í flestum heilsubúðum.
Illugaskotta mælir með sítrónu ilmkjarnaolíu eða lavender.

Ekki henda gömlum uppþvottarbrúsum því í þá getur þú sett nýja, ódýra og umhverfisvæna uppþvottalöginn þinn í. Einnig geyma gamla spreybrúsa undan gluggaspreyji t.d. því í þá er hægt að stetja heimagerða alhliða hreinsinn og gluggahreinsinn.

Uppskrift af alhliða hreinsi, fyrir nærri allt sem þarf að þrífa.

2 tsk jurtasápa
2 matskeiðar edik
2 bollar heitt vatn
1/4 tsk lavender eða eucalyptus ilmkjarnaolía
3 dropar tea tree ilmkjarnaolía

Blandið öllu saman og setjið í spreybrúsa, notist á nærri allt nema gler.

Uppskrift af klósettskálarhreinsi
Það er ekki gaman að þrífa klósettið segir Illugaskotta! En þegar þú notar þessa blöndu þá er gaman.

1/2 bolli matarsódi
1/4 bolli edik

Dreifið matarsódanum yfir klósettskálina eins og það sé komin snjókoma ofan í klósettinu þínu og svo kemur það skemmtilegasta! Helltu edikinu yfir allt saman...friss !!!!!...gaman...og svo skrúbba eins og enginn sé morgundagurinn. Frábær hreinsivökvi...sem hefur góð áhrif á allt og alla.

Uppskrift af speglahreinsi, má nota á gler líka

1 1/2 bolli edik
1/2 bolli vatn
4-8 dropar af þeirri ilmkjarnaolíu sem nefinu þínu líkar vel við. Nefi Illugaskottu líkar best við appelsínuilmkjarnaolíu í þessa blöndu.

Nú er bara að hella sér út í að viða að sér þessum innihaldsefnum, bjóða vinum og vinkonum að koma líka með þér í þetta verkefni og blanda svo saman nokkrar blöndur.

Illugaskotta óskar ykkur góðra og umhverfisvænna daga við þrifin.









sunnudagur, nóvember 07, 2010

Illugaskotta er mætt á svæðið! Stika aftur inn í hinn stóra netheim. Ég hef alið manninn lengi úti í Kanada á indjánaslóðum en þeirri dvöl lauk í byrjun janúar 2010. Veit ekki alveg hvað ég ætla að segja í þessu bloggi og stika hægt inn á þetta vefsvæði.

Hef svoldið fengið nóg af álversumræðunni og dottið þetta í hug:


Hugmyndir fyrir atvinnuskapandi og sjálfbæra atvinnusköpun.
  • Uppbygging stórra gróðurhúsa sem myndu framleiða lífrænt og ekki erfðabreytt grænmeti og ávexti. Viðskipti með lífrænt vottuð matvæli eru þau viðskipti sem fara hvað mest vaxandi í Bandaríkjunum í dag, þessi viðskipti eru framtíðin, það er ekki hægt að borða ál, við getum lifað án áls en ekki án matar og vatns.
  • Uppbygging heilsuferðaþjónustu sem snýst um að komast í náttúru sem er ómenguð, án mengandi efna, hávaða og ljósa.
  • Uppbygging menningarviðburða út um allt land, nýta félagsheimli og bíóhús sem flest hver eru algerlega ónýtt úti á landi.
  • Tækniþróun á endurnýtanlegum orkugjöfum. Sólarorku, vindorku, sjávarorku.
  • Koma bönkum og stjórnvöldum í skilning um að framtíðin fellst í endurnýtanlegum orkugjöfum og að í boði séu styrir og lán fyrir þá sem vinna að þróun þessarra orkugjafa.

Nú er komið nóg í dag, Illugaskotta er farin á Kjarvalsstaði til að klæða sig upp sem þvottakonu.






þriðjudagur, mars 07, 2006

Ég segi eins og maðurinn sagði eitt sinn á Kirkjubóli, "Ég hef ekki farið inn á bloggið mitt svo lengi að ég var nærri búin að gleyma lykilorðinu".

Illugaskotta er á lífi. Það er vetur, allt gengur vel, vorið er að burðast við það að koma hingað. Hef ekki hugsað mér að vera duglegur bloggari lengur, og ætla hér með að segja takk fyrir lesningu á mínum skrifum.

Blóðbankinn er á eftir mér, gott að það er ekki KB banki. Ég er víst með ofur stoðfrumur sem þeir vilja ná úr draugnum sem fyrst, veit ekki alveg afhverju.

Bless.

laugardagur, desember 17, 2005

Internetid her er svo haegt ad thad er haegt ad elda mat og allt medan eitthvad er ad opnast.

Allt er gott i frettum, jolin eru ad koma og thad leggst bara vel i mig. Er ad bua til avaxtakoku nuna, frosna. Svo aetla eg ad bua til gulrotarkokuna hennar Idunnar, og jolakoku, og veit ekki meir. Thad kom hingad madur i vikunni sem vildi hitta mig thvi hann var af islenskum aettum. Eg for og opnadi hurdina fyrir honum og vissi ekki hvort eg aetti ad tala islensku eda ekki thvi hann var ekkert sma islenskur i utliti, en hann taladi bara islensku. Hann er forstodumadur fyrir fullordinsfraedsluna her i Manitoba, vid spjolludum margt. Thegar eg segi islenskur i utliti, tha meina eg havaxinn, threkinn, svona raudbirkinn, og med thetta yfirbragd sem er bara islenskt, veit ekki hvernig eg a ad lysa thvi.

Eg datt i algjort internet sukk thegar eg var i Winnipeg, og thad er gott fyrir mann ad komast ekki tolvu eda hafa ekki gsm sima. I utlondum er gaman, thad er undarlegt ad adfangadagur verdur naesta laugardag. En Illugaskotta er ekkert brjalad jola skoffin. Thad ad dvelja her i Hollow Water hefur kennt mer margt, og eg a eftir ad laera fleira. I gaer bjo Garry til trommu fyrir mig ur elk skinni og hun er med vidarramma, svona handtromma. Nuna er hun a thorna, ekkert sma flott. Svo er bara ad fara ad aefa sig a syngja, og lemja handtrommuna.

A eftir fer eg ad athuga med gildrunar en thad er ekki buid ad vera haegt vegna mikilla hlyinda, blautur snjor og fleira.

Nuna er svallt og mikid er thad gott. Roselle vinkona min i Winnipeg baud mer i aramotaparty og Illugaskotta er ad hugsa mikid um ad skella ser. Her er adal jolahatidin thann 25. des, 24 er bara snakk dagur. Thann 25. des verdur einhver god steik, alls kyns medlaeti og fjor. Eg, Gary og sonur hans liklega.

mánudagur, desember 12, 2005







Sælt veri fólkið kom loksins nokkrum myndum hér inn. Þarna stend ég við upp sprengt húsið hennar Elísabetar, og þarna sjáið þið einnig fallegu stífluna hennar sem búið er að rífa í sundur. Svo er þarna mynd af ánni frosinni og haugurinn þarna er hús muskrat, sem er vatnadýr með þykkan feld, þarna sefur hún um veturinn. Svo setti ég líka inn mynd þar sem ég er að saga tré, það er gaman. En þessi mynd var tekin í haust. Svo er þarna einn elgur, sem ég sá í haust. Sagan er sú að við héldum að hann væri taminn, en svo sé ég mynd af honum í blaðinu nokkrum vikum seinna. Sem sagt hann kom sjálfviljugur til bóndans og var bara á túninu hans. Eftir nokkrun tíma koma Náttúruverndin þarna í Manitoba, svæfði elginn og setti hann eitthvert lengst út í skóg. Núna er líklega búið að skjóta greyið. En málið er að þeir eru veiddir svo mikið að ungu elgirnir hafa fáa gamla til að kenna sér á lífið og tilveruna þarna úti í náttúrunni. Þessi elgur var að reyna að flýja það að hann yrði skotinn strax, því trúi ég....en nei,,,,svæfður og settur út í skóg. Við sem menn eigum ekki að skipta okkur af gangi náttúrunnar segja þeir...og hugsi svo hver fyrir sig.

Bestu kveðjur frá Björk í Kanödu.

sunnudagur, desember 11, 2005

Hæ! Hvar er þessi ægilegi vetur,,spyr draugur?,,,,,skil ekkert í þessu, get varla notað snjósleðabuxurnar mínar of heitt fyrir þær, þetta er meira ástandið. Þrammaði um borgina í dag það var hressandi kaldur vindur sem lék um hús og fólk.

Illugskotta er kát þessa daganna og hefur verið það flest alla sína daga hér í Kanödu. Það er skrítið að það sé 10. desember árið 2005, hvar ætli ég verði þann 10. desember árið 2006? Ætla að giska, á að ég verði einhvers staðar í útlöndum að herja með víkingum, leita að gulli og gersemum. Geri mér enga grein fyrir því hvar ég verð, en ég er hress hvar sem ég er á hnettinum. Var með smá heimþrá í gær, en það var í fyrsta skipti síðan ég kom. Hrissti það auðveldlega af mér með því að lesa leiðindar Morgunblaðið, svei og fuss...ekki hafa þeir breyst mikið stjórnunarhættir ríkisstjórnarinnar,,en einblínir hún eins og frosin haugur á stóriðjuna sem bara mengar loftið, hafið, vötnin, jörðina,,,,,og gefur stórfyrirtækjum peninga,,,,þvílíkur afturhalds stjórnvalda háttur segir Illugaskotta.

Landið lifir án okkar en við ekki án þess.

Smátt er framtíðin, að vinna að hugmyndum og hugarfóstrum sem gefa af sér hugmyndavinnu, er uppbyggilegt,,að skemma landið er niðurbrot fyrir fólkið, landið og dýrin.

Jæja það bíða mín stór verkefni í næstu viku að vera facillitator á fundi með gamla fólkinu, The Elders meeting,,,,mikið hlakka ég til. Slabb kveðjur heim.

laugardagur, desember 10, 2005

Það er rigning úti, Illugaskotta er í Winnipeg fram á miðja næstu viku, vegna þess að hún er í fríi frá indjánum, snjósleðum, gildrum, beitu og öllu sem tilheyrir Hollow Water, er eiginlega búin að vinna yfir mig þarna,,,hverjum manni er nauðsynlegt að breyta um umhverfi af og til.

Það hefur gengið upp og ofan að taka upp allt það sem ég þarf, en sé til hvert stefnir. Er að fara í bíó í kvöld að sjá nýjustu Harry Potter, sá seinast myndina Walk the Line sem er um líf Johnny Cash, sem er nú einn af mínum uppáhalds söngvurum.

Fer í heimsókn í Íslenska consúlatið á mánudaginn, þangað er alltaf gaman að koma. Það er ísing á öllum vegum, og allir eru úti í skurði.

Það er lítið um jólaundirbúning þar sem ég bý, ætli ég geri það ekki bara. Borðaði elgssamloku og heimabakað brauð í morgunmat í morgun. Vorum komin hingað um klukkan 3 í dag. Það er ægilegt að fylgjast með fréttum af þessum gíslum, þessum kanadísku og bresku gíslum í Írak.

Bestu kveðjur heim,

þriðjudagur, desember 06, 2005

Sællt veri fólkið! Núna er sá tími hér í Manitoba að flestir setja bílana sína í samband við rafmagn yfir nóttina, en í hverjum einasta bíl sem maður sér hér er rafmagnslína sem hitar eitthvað í húddinu, vélina að ég held!

Já það er orðið frekar kalt um 22 stiga frost og um það bil 30 með vindi. Gary lagði 10 gildrur í dag, og ég fór með, ég fer með í allt. Förum á snjósleðum hérna út á ánna, sem er gaddfreðin. Síðan erum við með gildrur, kassa og beitu. Beitan eru gaddfreðnir og úldnir fiskhausar! En það finnst Marten best að bíta í, en hann veiðir helst Martein! sem er einhvers konar minka úlfur, hunda kvikindi, að ég held, hef aldrei séð hann Martein en kannski annað kvöld þegar við förum að vitja um gildrurnar. Já svo eru gildrurnar spentar upp, beitan er sett í botnin á kassanum, gildran er bundin föst við tré og sett beint fyrir framan kassann, síðan eru settar greinar við hliðina til að fela kassann. Svo setjum við úldna hausa rétt við gildruna, og svo er að sjá og bíða hver er gráðugastur í úldna hausa.

Í gær fór ég í göngutúr úti á ánni, sá allt í einu risa stór dýraspor, fyrst var ég að spá hver væri með svona stór löpp. Ekki elgur, því þetta var sko ekki klaufa far, nei en einhvers konar köttur var þetta. Illugskotta fylgdi sporunum, og sá allt í einu að þetta dýr hafði lagst niður og auðvitað staðið upp aftur, það voru klær fremst á þessum sporum! Úfff,,,þetta voru úlfaspor, Timber wolf, sagði Gary. En þeir láta fólk í friði, ferðast um í hópum og veiða í hópum.

Já fann stærsta bjórahús sem ég hef nokkrun tíma séð hérna lengst inni í skógi, og þvílíkt löng stífla sem er lögð í bókstafinn ess. Ég held að þetta sé fjölbýlishús bjóra. En bjórinn er réttdræpur núna 365 daga á ári, því hann er pest og fer í taugarnar á mönnum sem eru að leggja vegi og rafmagnslínur. En bjórinn þekki víst 78 jurtalyf, og geri aðrir betur. En þessir bjórar hafa líklega ákveðið að stofna bjóra nýlendu með meiru.!

Ég þarf að klæða mig allt öðruvísi hér en heima á Íslandi, því hér er svo þurr kuldi. Hér þarf maður að passa sig að vera alls ekki í þröngum peysum eða buxum, því þá kólnar maður inn að beini. Er í snjósleðabuxum, víðri peysu, víðum jakka, öllu víðu, en Illugaskotta á við það slæma vesen að stríða að hún svitnar svo auðveldlega, sem þýðir að hún kólnar líka hratt ef það er stoppað lengi. Þannig að ég passa mig að vera alltaf að gera eitthvað á meðan Gary er að leggja gildrunar þá horfi ég á, en er líka að rífa niður greinar til að setja við gildruna.

Á morgun er fundur í Sakgeeng, sem er fyrstu þjóðar samfélag í Pine Falls, sem er bærinn sem er 1 klukkustund í suður frá Hollow Water. Það er enn einn Elders meeting, en fólk hér er að fá fram alls kyns vitenskju frá þeim gömlu, sem hægt verður að nota til að fá að halda í veiðilendur og land frumbyggja.

Við söguðum niður eina Björk í dag, og núna logar hún vel í ofninum, en grænn viður logar best þegar ofninn er orðinn heitur, þurr viður er notaður til uppkveikju, ég vissi ekkert um eldiviðar fræði áður fyrr en er að verða ágæt í því að kveikja eld, eins og formæður mínar voru víst flestar frábærar í.

Jæja best að fara að skrifa í tölvuna mína, mína daglegu dagbók, og drekka eitthvað heitt.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Eftir átta daga má ég ekki keyra lengur hér í þessu Kanödulandi, jamms bara þrír mánuðir. Þarf að hafa samband við eitthvað sem kallast International Drivers. Í starfi mínu í að þvælast um með Gary þá hitti ég margt fólk, ég sit endalausa fundi um réttindi indjána, auðlindir þeirra, kosningar, lög, og fleira. En já sat einn fund í morgun um Nýtingu skógarins, og þeir eru snillingar þetta stórfyrirtæki Tembec, sem hakkar í sig skóginn sem er hér. Þeir vinna 24 stundir á sólarhring, en þessi gaur fékk að heyra það frá Gary. Gary hakkaði hann í sig, sagði að stórfyrirtækin yrðu að fara að hugsa um að það sé fólk sem búi í þessu landi, að hér sé margt í húfi annað en peningar.

Eins og til dæmis heilnæmt loft, vatn, búsvæði dýra væru í hættu, einnig veiðilendur þeirra sem hafa veitt hér í nokkrar aldir, þær fara undir það sem er klippt í burtu af trjám, þau eru gjörsamlega klippt í burtu, en þeir sá nýjum trjám segja þeir. Þeim er sama hverjum þeir borga peninga svo lengi sem þeir fá að saga niður tré sagði gaurinn. En núna borga þeir Manitoba fyrir að saga niður tré í stað þess að borga Frumbyggjum fyrir þær auðlindir sem eru teknar frá þeim. En þar geta frumbyggjar kennt sjálfum sér um, þeir sváfu á verðinum, Ríkisstjórnir elska stórfyrirtæki, og öfugt.

Sjáið bara það sem er að gerast á Íslandi, Alcoa og okkar íslenska ríkisstjórn eiga sama sveittar nætur og daga í einni sæng. Hver tapar og hver græðir þegar landið er arðrænt?...ekki erfið spurnig.

Stórfyrirtækin græða, landið tapar, fólkið í landinu tapar, heilnæmt loft tapar, heilnæmt vatn tapar, dýrin tapa, við missum jurtir sem innihalda lækningamátt. Ég meina, stórfyritæki hugsa bara um dollarann, annað er skítt! En hvernig verður það þegar við eigum ekki lengur hreint loft eða vatn, mun dollarinn bjarga okkur þá?

Jæja áfram með smjörið og róa sig,,,um miðjan desember verður svo Work shop, vinnustofa!,,,með Elders, en það er gamla fólkið hér kallað. Þessi Work Shop verður í tvo daga, settar eru fram 12 spurningar sem snerta á matarhefðum hvernig þær hafa breyst, vatnsnýtingu, vatnsgæðum,loftgæðum og hvaða breytingar þetta fólk hefur séð í umhverfinu sínu og afhverju það telji að þessar breytingar eigi sér stað. Gamla fólkið fær borgað fyrir að sitja fundinn hver og einn fær 400$ dollara fyrir að deila þekkingu sinni og reynslu með öðrum. 400 dollarar eru um það bil 20 þúsund krónur, sem koma sér vel fyrir það eldri sem eru flestir bláfátækir en búa yfir óendanlega djúpum viskubrunni, sem ætti að nýtast komandi kynslóðum ef þessar þekkingu er komið á framfæri.Þetta er sérstaklega mikilvægt og öðruvísi en heima á Íslandi, hér er fólkið borgað fyrir að koma á fundi, og það er alltaf rosalega flottur matur á hverjum fundi. Þetta er mikilvægt finnst mér.

Þessi vinnustofa verður haldin hér í Hollow Water, þetta er lokuð vinnustofa engnir aðilar frá stórfyrirtækjum fá að koma inn, þetta er einungis fyrir samfélagið fyrst um sinn. Illugaskotta er komin með smá starf á þessari vinnustofu hún á að vera Facillitator, hvað sem það nú er! Nú hlæ ég,,mér var boðið þetta starf í gær, ég spurði bara hvort að Facillitator væri einhver sem ætti að stjórna!,,,,nei nei,,það er einhver sem heldur utan um hópinn, passar að halda honum inni á réttum umræðum. Svo umræðurnar fari ekki fyrir ofan garð og neðan. Vona að þessir gömlu fari ekki bara að tala endalaust Ojibway, þá er Illugaskotta í djúpum kúk, kann nokkur orð í Ojibway og þau gagnast sko ekki á fundum. Ég vona líka að ég þurfi ekki að skrifa margt upp á töflu en þarf þess líklega, en oft skrifa ég ægilegar stafsetningarvillur í enskunni,,,þetta verður fjör.

Jæja, já. Ég borða mikið af elgskjöti, fisk, grænmeti, og hef það barasta ágætt, stundum er ekkert gaman en oftast er mjög gaman. Ég er komin með smá þörf að rölta á kaffihús og vera í friði, en það er ekki óframkvæmanlegt.

Menn eru farnir að leggja net í gegnum ísinn á Winnipeg vatni, áinn hér er orðin gaddfreðin, og brátt fer ég að fara í ferðalög hér um svæðið á snjósleða. Bestu kveðjur heim, Björkin.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Já það er ljótt að bölva og ragna, það veit Illugaskotta. Stundum verður hún orðljót en það er ekki sagt í vondum tón frekar í grín tón, en texti talar ekki til manns í grín tón, hann talar oftast í tón sem hver og einn túlkar fyrir sig.

Það eru engar fregnir af púkunum þremur, nema þær að sá elsti er komin í meðferð í Selkirk, en hinir tveir hanga á hóteli daginn inn og daginn út, á kostnað ríkisins, 400$ á dag, kostar að hafa þá á hóteli. Illugaskotta sér fáar leiðir út úr þessum vanda sem mörg ungmenni hafa í dag. Það þarf að vinna með fjölskyldunum, en ekki bara unglingunum. Það er eitt sem er víst. En nú eru að fara að koma kosningar og Paul Martin sem er forsætisráðherrann hér, og hefur stolið mörgum milljónum,,,þess vegna eru að verða kosningar vegna þess að hann stal milljónum dala....já hann vill núna ausa milljónum og milljónum í að hjálpa First Nations.

En það er ekki lausnin að ausa endalaust peningum í þetta fólk. Hvernig er hægt að hjálpa? Jú í fyrsta lagi að byggja upp eitthvað á þessum svæðum, samverkefni. Vinna að einhverju saman og sjá árangur. En ég er enginn Félagsfræðingur eða uppeldis eða menntafræðingur.

Í gær hélt ég að það yrði 1. desember í dag. Var í Winnipeg í gær en fórum með öll föt strákanna aftur til Winnipeg, þar er allt vitlaust í jólainnkaupum. Allt vaðandi í jólaljósum, jólaskreytingum, jóla einhverju. Keyrði bæði til Winnipeg og aftur heim, var frekar lúinn þegar heim var komið. En skellti mér beint í video gláp, keypti mér myndina Sin City! og vá hún lofar góðu, horfði á helminginn af henni. Þvílíka snildin það verð ég að segja.

Í dag erum við að fara í það að ná í um það bil 80 steina, sem verða notaðir í sweat lodge, verðum að ná í þá áður en það snjóar yfir allt. Síðan ætla ég að neyða Garry til að gefa mér viðtal, það er búið að taka mig núna fjóra daga til að fá hann til að gefa mér viðtal um vatn, en það er alltaf svo mikið að gera hjá honum að dagurinn er búinn og svo líða dagarnir.

Bestu kveðjur heim.